Loks kom að því að elsti stjórnmálaflokkur landins tileinkaði sér nútímaleg vinnubrögð.   Framsóknarflokkurinn er kominn í bullandi stefnumótavinnu, LOKSINS, LOKSINS!!!

Eindrægni og samstaða eru sögð einkenna andrúmsloftið á flokksþinginu og öll dýrin í skóginum orðnir vinir.  Það má a.m.k. lesa á heimasíðu flokksins. Hver ályktunin á fætur annarri hefur verið samþykkt, 60 talsins, mikill hugur er í mönnum og formaðurinn í baráttuhug. 

 Best Friends

Það er svolítið sérstakt að fylgjast með flokksþinginu úr fjarlægð, á yfirborðinu virðist allt þrungið spennu og sigurgleði.  En hér er eitthvað sem stemmir ekki alveg.  Núverandi heilbrigðisráðherra hótar stjórnarslitum, samþykki sjálfstæðismenn ekki þjóðlendumálin en fyrirverandi heilbrigðisráherra gaf út þá yfirlýsingu, ekki alls fyrir löngu ekki næðist sátt um þau mál né önnur í stjórnarskrárnefnd þeirri sem hann stýrir, að undanskildu einu ákvæði.  Hvað hefur eiginlega gerst?

Nú skal stöðva alla stóriðju, leggja meginþunga á byggðamál, byggja upp og efla heilbrigðisþjónustuna, efla sveitarstjórnastigið og gera skurk í málefnum aldraðra og fatlaðra en þetta eru m.a. þeir málaflokkar sem sem flokkurinn hefur borið ábyrgð á, árum saman!  Af hverju þarf þá að efla þessa málaflokka?  Eru þeir ekki í þeim farvegi sem famsóknarmenn hafa óskað eftir og verið sameinaðir um?  Til að kóróna allt, er innflytjendasefnan komin í nýjan búning, hugsanlega ætla menn með henni að afnema 24 ára regluna, hver veit?  Ráðherrar eiga ekki að gegna störfum þingmanna lengur, fækka á ráðuneytum, efla á landbúnaðinn, svo ekki sé minnst á sjávarútveginn.  Háskóli á að rísa á Ísafirði og Egilsstöðum og svo lengi má telja.  Rúsínan í pysluendanum er síðan fólgin í því að “læra af mistökunum” vegna ákvörðunarinnar um stuðning við Íraksstríðið!

 Belgium 

Þegar markmið stefnumótunarvinnu Framsóknarflokksins eru skoðuð nánar, kemur í ljós að þau eru afar almenn og “loðin”.  Reyndin er nefnilega sú að markmið eru til einskins, ef þau eru ekki afmörkuð og mælanleg, í raun orðagjálfur sem lítur vel út á pappír. Það sama má segja um þær leiðir sem settar eru fram til að ná settum markmiðum. Orðalagið í ályktunum bendir til þess hvað menn vilja gera en ekki hvað þeir hyggjast gera til að ná markmiðunum. 

Ég get nú eiginlega ekki orða bundist!  Loksins kom að því!  Hér liggja flestar þær áherslur sem Kristinn H. hefur lagt á síðustu kjörtímabil í innra starfi flokksins og fengið bágt fyrir í þingflokknum og í raun útskúfaður.  Nú má tileinka sér þessar áherslur!  Flokkurinn í molum, sundrung og óánægja hefur einkennt hið innra starf síðustu ár sem hefur verið drifið áfram af hörku og hlýðni við forystuna.  Nú færir forystan fórnir, nú má hlusta á hinn almenna flokksmann, nú má standa við stjórnarsáttmálann og vinna eftir þeirri stefnu flokksins sem hefur verið til á blaði síðustu ár en ekki farið eftir.  Allt gert til að efla liðsandann fyrir komandi kosningar, raða saman flokksbrotunum og sameina menn! 

Allt lítur þetta vel út á yfirborðinu.  Þetta heitir nefnilega stefnumótunarvinna og ugglaust hafa sérfræðingar verið fengnir til að setja hana upp.  Kannski frá H.Í, hver veit?  Ég veit að Árelía er sterkur liðsmaður!  Mér leikur hins vegar forvitni á að vita; kaupir hinn almenni flokksmaður og  kjósandi þessa vöru?  Skyldi þessi “strategia” duga til í atkvæðasmöluninni í vor?  Ég er ekki sannfærð, hér þarf meira til! Það er ekki nóg að setja stefnuna á blað, henni þarf að framfylgja.  Það hefur hins vegar verið “Akkillisarhæll” forystunar síðustu árin.

   2 ummæli við „Framsókn í stefnumótun“

  1. Kata ritaði:

    var ekki einhvern tíma sagt: sælir eru einfaldir…. þeir fatta ekki hvað þeir eru vitlausir:):)

    kv.
    kata

  2. gudrunjona svaraði:

    Nákvæmlega , það er kosturinn við einfeldnina og menn því svo undur hamingjusamir……………