Svefndagurinn mikli

5. mars 2007

Ekki fór þessi dagur eins og ég hugsaði mér.  Held, svei mér, að ég hafi farið fram úr mér í gærkvöldi með hátíðlegum yfirlýsingum.  Uppskar í dag eins og ég sáði í gær, svaf í heila 15 klst. í dag og geri aðrir betur.  Hef verið í “henglum” þann tíma sem ég hef verið  vakandi og tekist að gera ekki nokkurn skapaðan hlut.  Ég viðurkenni það alveg að það pirrar mig ósegjanlega að vera ekki til eins eða neins.                               Walking Garbage Can 

Ruslafötunni var ég búin að leggja, ætlaði ekki að taka hana fram aftur en fjandakornið; hún er komin aftur!

Aðrar aukaverkanir lyfjameðferðarinnar en ógleðin eru sem sé að gera vart við sig, trúlega hafa lyfin náð að slá beinmerginn út þannig að ég er væntanlega lág í hvítum og rauðum blókornum með tilheyrandi slappleika og vanlíðan.  Læt svo eins og það komi mér á óvart!  Ástandið á eftir að versna næstu vikuna og augljóst að því fer versnandi eftir því sem á líður meðferðina.  Það er þetta með afneitunina, það er svo auðvelt að detta í það farið.

Mér hefur oft í hug æðruleysisbænin á síðustu vikum og mánuðum;¨”Guð - gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,……………… o.s.frv. Bæn sem hefur hjálpað ótal einstaklingum í gegnum veikindi og sorgir.  Stundum virkar hún, stundum ekki og nú virkar hún ekki.  Mig skortir hreinlega þolinmæði núna til að bíða eftir því að verða sjálfri mér lík og koma hlutum í framkvæmd.  Ég þoli ekki langa verkefnalista sem lengjast og lengjast og eftir því sem þeir verða lengri, þeim mun óyfirstíganlegri verða þeir. Ætlar þetta allt saman engan endi að taka??? 

Ég ætla ekki að vera með eitthvert volæði hér, verð að kyngja því að ég er í meðferð og henni fylgja aukaverkanir.  Ég er ekki og verð ekki með fullt starfsþrek á næstunni og þannig er það einfaldlega. Raunveruleikinn er ósköp grámyglulegur núna og það eina sem ég get gert er að hrista drungan af mér og gleðjast yfir smásigrunum.  Nú búta ég niður verkefnalistan sem bíður og tek aðeins nokkur verkefni fyrir í einu á morgun.  

   Bow Down  4 ummæli við „Svefndagurinn mikli“

 1. Þórey Jóhannsdóttir ritaði:

  HæHó, rakst á þessa síðu á vafrinu mínu um netið. Já, þú hefur áhyggjur af því að sofa í 15 tíma á eftir allt sem á undan hefur gengið. Ég fer nú létt með það öðru hverju og hef enga afsökun:/ Ég segi bara gangi þér og famelíunni vel. Þið eigið það skilið.

  kv.Þórey

 2. Kata ritaði:

  Fígúrurnar þínar létta lundina. veistu Gunna það er barasta í fínu algi að vola öðru hverju og hreinlega nauðsynlegt. Stundum er lífið ekkert til að hrópa húrra fyrir og þá leyfir maður sér að bölva því svona pínulítið:) Eitt verkefni á dag valið af matseðli dagsins allt eftir heilsu og líðan…

  Kv.
  Kata sys

 3. gudrunjona svaraði:

  Sælar Þórey,
  Virkilega gaman að heyra frá þér og takk fyrir kveðjurnar. Láttu endilega sjá þig við tækifæri.
  Bkv. Guðrún Jóna o.Co

 4. gudrunjona svaraði:

  Gott að heyra frá þér sys, óttalegur barlómur á þessum bæ. Reyni mitt besta, stundum er það bara ekki nóg
  Bkv. Gunna