Rakst á eftirfarandi skrif á heimasíðu Sæunnar Stefánsdóttur, þann 2. mars sl.  um þjóðlendumálið:

Það veldur okkur framsóknarmönnum miklum vonbrigðum að ekki hafi tekist nú þegar samstaða í stjórnarskrárnefnd um að setja ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar í stjórnarskrá lýðveldisins”

Og heldur svo áfram:

“Nú er hins vegar komið á daginn að sjálfstæðismenn vilja ekki standa við þennan samning. Það er andstaða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrárnefndinni kom í veg fyrir að samkomulag tækist um að leggja fyrir alþingi frumvarp til stjórnskipunarlaga um sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar”.  Sæunn vitnar svo í fundagerð 7. fundar stjórnarskrárnefndarinnar, sem laut forystu Jóns Kristjánssonar og skilaði nýlega af sér áfangaskýrslu. Ítrekar síðan að stjórnarandstaðan væri sammála framsóknarmönnum “leggja frumvarp til stjórnskipunarlaga um sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar”

Nú er ég ekki að skilja; hvað er þá málið?????   Formaður nefndarinnar framsóknarmaður, stjórnarandstaðan á sama máli. Blóraböggullinn farinn, allir sáttir.  Ég er ekki alveg að skilja…………

  

En, taustur vinur getur gert kraftaverk! Nú er gaman að vera framsóknarmaður :)Lokað er fyrir ummæli.