Í dag tók ég þá ákvörðun að nóg væri komið af eymd og volæði á þessum bæ.  Búin að liggja eins og slytti síðan seinni partinn á miðvikudag, gjörsamlega ónýt til alls, með ruslafötuna og plastpokann um hálsinn.  Ég hreinlega nenni þessu ekki lengur!  Viðurkenni nú reyndar, að heilsan er eitthvað að skána, tókst að borða fyrst í dag, brauð og annað léttmeti og hef eiginlega ekki stoppað síðan         Food Fight

Ruslafatan er komin inn í skáp og hef ég ákveðið að nota hana ekki aftur til annars hlutverks en henni er ætlað. 

Skreið á fætur um kl.13.00 og fékk Ástrósu Veru lánaða í dag, drifum okkur út og versluðum.  Blóm og aftur blóm!  Ég veit ekki alveg hvað er með mig og blóm en ég virðist hafa mikla þörf fyrir blómstrandi pottaplöntur þegar ég vil láta mér líða vel.  Nú er nóg af þeim í kringum mig.  Eins gott miðað við veðurspánna              Snowstorm 

Ég er, satt best að segja komin með upp í kok af vandamálum og heilsuleysi og ætla að nýta næstu 2 vikur vel áður en síðasta meðferðin hefst.  Nú bretti ég upp ermar og læt mig vaða í þau mál sem bíða úrlausnar, það er ekkert sem heitir.  Ég verð augljóslega ekki í standi til að gera eitt eða neitt á lokasprettinum þannig að það er eins gott að nota tíman vel.  Af nógu er að taka; bankinn, skatturinn, sýslumaðurinn, lögfræðingurinn, tilboðshafinn, ráðunauturinn, féð, hrossin,heimilið, börnin, hundarnir og nefndu það…. Faint 

Sem sé, nýr dagur framundan, engin eymd og ekkert volæði.  Ég hleypi engu slíku að á   næstunni.     Er afar sátt við daginn, fékk góðar heimsóknir frá Haffa bro og Sigrúnu og frábært að fá Ástrósu sem var að missa sig í öllu dýraríkinu hér.  Mikið fjör og mikið gaman, þó ég hafi misst af framsóknarþinginu…………………..

 Perfecto   

  2 ummæli við „Nú er nóg komið af eymd og volæði!“

  1. Tóti ritaði:

    Gott að heyra að þú sért að skríða saman. Gangi þér vel, en passaðu þig á að ofkeyrþig ekki.

  2. gudrunjona svaraði:

    Úff, hrædd um að ég hafi gert það. Svaf samtals í 15 klst. þennan sólahringinn og kom engu í verk.
    Eymd og volæði eftir allt saman :(