Svartsýnispúkinn

20. mars 2007

Sá púki hefur dvalið lengur hjá en vant er þessa síðustu daga.  Í raun má segja að ég sé að upplifað mestu dýfuna frá því ég greindist.  Það hlaut svo sem að koma að því eftir síðasta áfallið. Grátur og gnístan tanna upp úr þurru, hér og þar og alls staða(skæl, skæl….)    Crying   Ég reyni hins vegar að spyrna á móti þannig að púkinn nái ekki algjörum tökum á mér.  Urr……………. Devil 

Náði nokkrum markmiðum í dag og líður betur en á langt í land ennþá með að ná þeim sem bíða.  Við kölluðum árangur sem þennan, hænufet á mínu æskuheimili.Chicken                

Þetta hefst allt saman en ætlar greinilega að taka lengri tíma en ég átti von á og á að venjast.   Finnst ég þurfa að sparka ærlega í aft…… á mér núna. Kick Me                   

Það að ná einhverjum markmiðum í dag, hvetur mig til að standa mig betur á morgun enda ekki seinna vænna, meðferðin er á miðvikudag.

Held áfram klifrinu, brekkurnar framundan.   Rock Climber Sumar hverjar ansi brattar og sést ekki alltaf fyrir horn en “ce la vie”, þá er bara að takast á við hið óþekkta og blindhæðirnar, ekkert annað að gera.

Stefni að því að minnka magnið í áhyggjupokanum og nýta daginn á morgun vel.  Komin með tossalista og alles og nú verður hakað við.  Hef ekki verið dugleg að fara út, veðrið hefur verið hálf ónotanlegt (allt má finna sem afsökun).  Blóðprufa á morgun sem mun segja til um hvort mér verði treyst í meðferðina á miðvikudaginn.

Það er engin uppgjöf í minni, einungis þreyta, leiði og sveiflur  Never Quit Lokað er fyrir ummæli.