4. lota

21. mars 2007

Þá er komið að 4. og jafnframt síðustu lotunni í meðferðinni á morgun, að því gefnu að blóðprufurnar hafi verið í lagi.  Fæ að vita það í fyrramálið þannig að nú dugar ekkert annað en að VAKNA á réttum tíma. Ég hef allan daginn til að sofa á LSH á morgun.   Alarm Clock 2 

Tilfinningarnar svolítið blandnar, annars vegar léttir við að vera að fara í síðustu lotuna og að hafa ekki gefist upp, hins vegar kvíði fyrir aukaverkunum og heilsufarinu næstu 3 vikur, a.m.k.  Á von á því að þessi törn verði sú alversta af þeim öllum, miðað við gang mála fram að þessu.

Það var forvitinlegt að “stúdera” starfsfólkið á rannsóknarstofunni í dag.  Þarna voru a.m.k. 5 meinatæknar (eða hvað þeir eru titlaðir í dag) og einn starfsmaður í afgreiðslunni.  Þegar ég kom, var engin á biðstofunni þannig að ég hugði gott til glóðarinnar, þetta yrði nú fljótgert allt saman.  En það reyndist öðru nær.  Á eftir mér komu 6 einstaklingar, þ.a 2 börn.  Þegar búið var að taka 3 á undan mér sem þó var búin að bíða lengst, ákvað ég að láta vita af mér, hvort ég hefði nokkuð gleymst.  Nei, nei, en vaninn er að taka alltaf börn á undan fullorðnum.  Allt í lagi, það er bara eðlilegt, hugsaði ég með mér.  “Skítt og lago” þó einn fullorðinn væri tekinn fram  fyrir.  En seint sóttist þetta enda einungis 1 meinatæknir sem sinnti blóðtökunni þrátt fyrir 5 stóla og græjur í herberginu.  Hinir sátu að spjalli frammi í afgreiðslu.  Nú, áfram hélt biðin og enn voru menn teknir fram fyrir mig, ég fór inn síðust.  Ekki var að merkja að neinn af þeim sem tekinn var fram fyrir mig væri í brýnni þörf (acut), öðru nær.  Það lá nefnilega ekkert á því að senda þær blóðprufur niður á “Lap” en mín var acut.  Ég fékk hins vegar fljótt svar við vangaveltum mínum; það fólst m.a í glotti eins starfsmannsins sem sigri hrósandi hafði tekið hvern sjúklinginn á fætur öðrum fram fyrir mig. Það glott var býsna kvikindislegt Devil  Fékk síðan staðfestan þennan grun minn þegar að blóðtökunni var komið; þekkti starfsmanninn sem tók blóðprufuna og aðspurður sagði hann “allt vera svo rólegt í dag og lítið um “acut” tilfelli, ekkert eftir hádegi”, prufan mín va r sú fyrsta.  Starfsmaðurinn skyldi ekkert í því af hverju ég var látin bíða svona lengi!  Hm……………., vissulega lét ég þessa framkomu pirra mig nett til að byrja með en Vá! Hvað er í gangi inni á þessari stofnun?  Hvernig er starfsandinn???? Býsna bágborinn og sjúkur, myndi ég álíta Sick  Einhver myndi missa sig yfir verkferlunum í þessari starfseiningu, svo ekki sé minnst á nýtingu starfsfólks.  Rosalega var ég heppinn að lenda ekki á þessum “glottandi”, hann hefði örugglega látið mig finna fyrir því…….. Nurse 

Vonandi fer að síga á síðasta hlutann á þessum veikindum, framundan er síðan endurhæfing í einhverjar x vikur. Eitt er þó alveg á tæru; um leið og aukaverkanirnar ganga yfir verður mín farin vestur, alla vega á milli endurhæfingatarna. Ég sé þá loks fram á það geta skipulagt mig fram í tíman og gert áætlanir! Hvað ég hlakka til….. ROTFL Lokað er fyrir ummæli.