Ekki er öll vitleysan eins.  Rakst á viðtal við núverandi sveitarstjóra í Dalabyggð, í Skessuhorni, um sláturhúsamálin og á ekki til auka tekið orð!

    Shocked 

Fráfarandi meirihluti sveitarstjórna kostaði til hússins á annað hundrað milljónir kr. á sínum tíma, vegna framkvæmda og aðgerða til að koma húsinu í útflutningshæft ástand á árunum 2005-2006.  Ákvörðun sem var mjög umdeild á sínum tíma og íbúar sveitarfélagsins illa upplýstir um kostnað.  Skiptar skoðanir voru um réttmæti þess að fara út í slíkar framkvæmdir.

Nýkjörin sveitarstjórn gaf eftir samninga við Norðlenska sl. haust sem samið hafði verið við um rekstur hússins og hlutafé og samningur gerður við KS í kjölfarið.  Skelfilegur afleikur þar sem sveitarfélagið stóð sterkt í sinni stöðu gagnvart samningnum við Norðlenska.  Upp úr krafsinu fengust nokkur störf við kjötsögun og sviðun á hausum sem nú hefur verið gert hlé á.                      Loser 

Nýjasta bomban er nú sú að sveitarstjórn er búin að sækja um 30 millj. kr. úr úreldingasjóði með það fyrir augum að úrelda húsið sem nýlega hafa verið lagðar á annað hundrað milljónir í kostnað!  Ástæðan er of há greiðslubyrgði lána.  Hvað eru menn að hugsa??  Hundruðu milljónir farnar í súginn og enginn möguleiki á því að ná fram ávöxtun fyrir allar fjárfestingarnar og menn blikna ekki.  Æ, æ..

  Money 4 

Nær hefi verið að draga til ábyrgðar fráfarandi stjórn og framkvæmdarstjóra vegna framkvæmdanna á sínum tíma.  Skynsamlegast hefði verið að láta Norðlenska standa við gerða samninga úr því sem komið var og tryggja þannig áframhaldandi starfsemi í húsinu næstu árin.  Samningurinn var naglfastur til næstu ára!  Menn áttu svo að nýta samningstíman til að finna varanlegt rekstrarform á húsinu.  Það var, jú, búið að fjárfesta þetta mikið í framkvæmdum.  Þeir fjármunir fengust að miklu leyti úr sveitarsjóði; útsvarstekjum sveitarfélagsins án þess að íbúar þess væru upplýstir.  Ég hlýt að spyrja sjálfan mig og aðra; hver er færni sveitarstjórnarmanna í fjármálum og fjárfestingakostum?  Eru menn almennt í stakk búnir til að stjórna sveitarfélaginu?  Byggðaráð, sem leggur fram fjárhagslegar tillögur til sveitarstjórnar og formaður byggðaráðs í raun æðsti maður sveitarfélagsins! Hvað er þetta fólk að hugsa?  Veit það hvað það er að gera???

  Rolling Eyes 

Núverandi sveitarstjórn lék stórlega af sér þegar hún gaf eftir samningana við Norðlenska og gerði nýja við KS.  Þar voru stærstu mistökin sem menn eru að súpa seyðið af núna. En að hugsa þá hugmynd til enda að úrelda hús sem búið er að gera upp, er svo gjörsamlega úr í hróa. Þvílíkt ábyrðgarleysi!

Menn ættu aðeins að staldra við og skoða möguleika sveitarfélagsins til vaxtar.  MS í Búðardal er etv. með réttu “álver” sveitarfélagsins. Þó gengur illa að manna þar stöður vegna fólksflótta. Hefur sveitarstjórn, yfir höfuð, skoðað Vaxtarsamning Vesturlands og þær tillögur sem þar eru lagðar um vaxtarmöguleika Dalabyggðar???  Er að finna þar einhverjar raunhæfar tillögur til úrbóta?  Hefur sveitarstjórn kannað af hverju fólksflóttinn stafar og komið með tillögur til úrbóta?  Engar slíkar tillögur er að finna í fundagerðum sveitarstjórnar og byggðaráðs.

Ýmsum lá á að komast í sveitarstjórn fyrir rétt tæpu ári síðan.  Gullin loforð og ýmsar yfirlýsingar voru gefnar um samstarf og ekki samstarf.  Lögð var á það ofuráhersla í uppstillingum lista og kosningabaráttunni að einungis “nýtt blóð” kæmi þar að málum og tæki sæti í sveitarstjórn.  Það gekk eftir að mestu leyti, 3 einstaklingar þó með einhverja reynslu; núverandi oddviti, formaður byggðaráðs og sveitarstjórinn.  Það var til mikils að vinna og ýmsum brögðum beitt.  Menn voru metnaðarfullir, nú átti að snúa sveitarfélaginu til betri vegar, hreinlega bjarga því og gera það að fýslilegum búsetukosti. 

 Politician 

Gott og vel að gefa mönnum tækifæri á að sýna sig og sanna og afla sér nauðsynlegrar þekkingar og reynslu.  Nú er fer að líða að árs reynslu og hver er staðan í dag? Menn virðast ekki vita hvað þeir eru að gera í fjármálum sveitarfélagsins, hafa gert afdrífarík mistök í sláturhúsamálum og ætla að halda áfram á sömu braut.  Hvar endar þetta, spyr ég og hvað segja aðrir íbúar?

Upplýsingastreymi  til íbúa er verulega ábatavant.  Fundargerðir byggðaráðs og sveitarstjórnar upplýsa í reynd ekkert um stöðu sveitarfélagsins né áætlanir sveitarstjórnar.  Ekkert hefur verið gert í þeim málum.  Ekkert að frétta af leikskólamálum né öðrum framkvæmdum yfir höfuð.  Í byggðaráði   semja menn um eigin laun og launakjör eða maka, sem gegna öðrum störfum fyrir sveitarfélagið, samþykkja beiðni um styrki sem þeir hafa sjálfir farið fram á f.h. sinna félaga og svo lengi mætti telja.  En það jákvæða við samstarfið í sveitarstjórninni er það að allir eru “vinir í skóginum”, enginn málefnalegur ágreiningur og er það vel. Það er mikið á sig leggjandi að halda friðinn eftir “Sturlungaöldina” sem áður ríkti.

 Lipstick 

En menn mega ekki gleyma því að ábyrgð sveitarstjórnarmanna er gríðaleg, bæði hvað snertir fjárhag og afkomu sveitarfélagsins sem og vaxtarmöguleika. Þeim ber skylda til að annast hagsmuna sveitarfélagsins sem og íbúa, í hvívetna, forðast hagsmunaárekstur og vanhæfisaðstæður.  Stendur núverandi sveitarstjórn undir því trausti og hlutverki?  Nei, ekki að mínu mati.  Ég spái því að sveitarfélagið verði komið í gjörgæslu hjá Félagsmálaráðuneytinu áður en langt um líður, því miður.  Hvað segja endurskoðendur KPMG núna og hvernig var hægt að samþykkja ársreikninga sveitarfélagsins?

Hvar standa efndir loforða um breytta ásýnd sveitarfélagsins og búsældarlega byggð í miðju kjördæminu þar sem “Dalirnir heilla”??  Var framtíðarsýnin ekki blómlegt landbúnaðar- og matvælahérað?  Við sjáum ekkert annað en fólksflótta  í stríðum straumum, sbr. tölur frá Hagstofu Movers 

Ég er ansi hrædd um að sveitarstjórnin verði að taka sig á, ekki seinna að vænna.  Ábyrgðin er mikil og menn verða að vera færir um að standa undir henni.  Til þess fengu þeir umboð sem þeim ber skylda að fara vel með.  Það kemur nefnilega alltaf að skuldadögunum.  Menn uppskera eins og þeir sá í þessum efnum sem öðrum.  Umboð sveitarstjórnarmanna er takamarkað, það kemur alltaf aftur að kosningum                                                                                        

 Uh Oh 

Læt hér fylgja góðar fréttir; ný lög um heilbrigðisþjónustu hafa verið samþykkt á Alþingi, smá sólarglenna.  Ég spái því að heilbrigðisþjónustan eigi eftir að stóreflast í héraðinu, íbúum til góðs, verða metnaðarfull og aðgengileg öllum, óháð búsetu, aldri, kyni, stjórnmálaskoðunum o.s.frv.

                     Doctor 4 ummæli við „Sláturhúsið í Búðardal“

 1. Sigga sis ritaði:

  Heil og sæl, Gunna mín. Mín bara komin í gang? ;-) Frábært, haltu þessu áfram! Verst að þetta birtist ekki í dagblaði svo allir í Dölunum geti lesið það. Maður er að koðna niður í rokinu og rigningunni eða snjókomunni ! Fleiri svona blogg, takk ;-)
  Sigga og co

 2. gudrunjona svaraði:

  Sælar, Fékk einhvern “fídonskraft” þegar ég las um þetta klúður. Er að rísa úr rekkju síðan í nótt, búin að sofa meira en 20 tíma þennan sólahringinn. Í faðmlögum við sófannn og gólfið þann stutta tíma sem ég hef vakað. Ur…. orðin svo pirruð á þessu ástandi….:(
  Bkv. sys

 3. Sigga sis ritaði:

  Elsku dúllan mín.. verst að ég get ekki tekið eitthvað af þessu frá þér! Smá flensuskítur hér er víst ekki nóg til ad minnka vanlíðan þína. Þú verður bara að sofa .. ekkert annað í stöðunni. Hættu að vera svona kröfuhörð við sjálfa þig, stelpa!
  Knús.. sys

 4. gudrunjona svaraði:

  “Flensuskítur” er nú bara alveg nóg til að höndla í daglegu amstri, Sigrún mín! Það þekki ég vel.
  Sem betur fer sleppur meginþorrin okkar við lyfjameðferð o.þ.h. Sé alltaf betur og betur hvað Hjölli hefur verið harður af sér! Algjör hetja og þið öll :)
  Farðu vel með þig, skvís, gættu þig á því að slá ekki niður
  Knús og hug, Brazelía