Upp og niður

26. mars 2007

Heilsan búin að vera eins og við er að búast, upp og niður.  Vaknaði hin hressasta kl. 06 í morgun á átti fínan sprett við þau heimilisstörf sem setið hafa á hakanum og kom sjálfri mér á óvart í þeim efnum.  Framkvæmdi ýmislegt sem ég hef ekki verið fær um í langan tíma 

 Ballerina

Bar óvenjulítið á ógleðinni fram undir hádegi en þá fór að síga á ógæfuhliðina í þeim efnum sem og öðrum.  Verið í “Þyrnirósahlutverkinu” síðan, vönkuð og hálfsjúskuð, satt best að segja.  En, ég er þó með hárið ennþá :)

  Hairy   

Ekkert öðruvísi svo sem en búast má við en einhvern veginn leyfir maður sér alltaf að vona að ástandi verði skárra en síðast.  Dett reyndar alltaf kylliflöt á andlitið eftir slíkar hugsanir.

Fátt svo sem að segja, kvarta helst yfir of miklum tíma til að hugsa.  Finn hvernig sorgin læðist aftan að manni þegar heilsufarið er bágborið og ég ekki fær um að gera neitt af viti.   Tómleikinn yfirþyrmandi og þögnin hávær.  Ég gæfi býsna mikið fyrir að geta “spólað til baka” og breytt ýmsu.  En við höfum ekki möguleikann á því að stokka spilin upp á nýtt, lífið heldur áfram, hvað sem tautar og raular. Það stoðar lítt að vera eins og rispuð plata Depressed 

Hef reynt að fylgjast með pólitískri umræðu á “vökutíma” undanfarið.  Einkennilegt hvað flestir flokkar virðast ætla að hræðast Frjálslynda flokkinn.  Menn úr flokknum mega ekki opna munninn án þess að hræðsluáróður grípi um sig og menn hrópa “rasismi” og “stóriðja”, sitt og hvað.  Á það ekki síst við í viðtölum við Jón Magnússon.   Það virðist alveg sama hvað hann hefur að segja, rétt eða rangt, gott eða slæmt; allt er túlkað öfugt og allt er neikvætt.  Ekki það að hann er óttarlegur klaufi að koma frá sér málum, blessaður en margt af því sem hann segir er heilbrigð skynsemi og eitthvað sem við erum í raun öll sammála um.  En menn sjá einungis fyrir sér útlendingahatur þegar maðurinn birtist á skjánum

 Muslim Man 

Það verður “spennandi” og verðugt verkefni að fylgjast með framboði Ómars og Margrétar.  Þarna fara fram 2 ólík öfl sem bjóða fram á mismunandi forsendum.  Annar aðilinn af hugsjón og stórmennskuhugmyndum um landið og vill stöðva alla stóriðju.  Sér náttúruna í hyllingum og rómantíkina í öllum þúfum, vill spóla allt til baka og þurrka út það sem búið er að framkvæma. Hinn aðilinn fer einungis fram til að hefna sér á frjálslyndum  eftir tap í prófkjöri og leggur áherslu á skattalækkanir.    Við bætist síðan stuðmaðurinn víðförli sem er margt til listanna lagt og mikill stuðbolti.  Mér er nær að halda að hlutverk hans sé fólgið í klóku útspili Samfylkingarmanna.   

Male Entertainer 8 

Svo virðist sem frambjóðendur Íslandshreyfingarinnar eigi það eitt sameiginlegt að vilja efla einkaframtakið og loka Kárahnjúkum.  Ætli kjósendur séu virkilega tilbúnir í meiri einkavæðingu en komið er?  Það má hins vegar til sanns vegar færa að stefnuskrá þessarar nýju hreyfingar, markmið og framtíðarsýn eru óskýr ef þau eru yfir höfuð til. Svo virðist sem framboðið sé eingöngu til þess ætlað að kjúfa stjórnarandstöðuna og tryggja setu stjórnarflokkanna í næstu ríkisstjórn.  Eða skyldi markmiðið vera það að tryggja stöðu Samfylkingarinnar í stjórnarviðræðunum?

Í öllu falli á margt eftir að breytast í áherslum og fylgi flokkanna, enn er langt til kosninga.  Mér finnst hins vegar að sumir megi nú fara að “slá í klárinn”    

  Horseback Riding 

 Frjálslyndir þurfa að breyta ásýnd sinni og verjast betur.  Þeir beinlínis færa andstæðingum sínum vopnin í hendurnar.  Framsóknarflokkurinn fær litla umræðu og athygli, en þar eru menn auðvitað að vígbúast í sinni varnarbaráttu og eru þar á heimavelli.  Menn mega ekki gera lítið úr þeim styrk.

 Submarine Lokað er fyrir ummæli.