Kerfið!
5. júní 2007
Mér barst langþráð umslag um lúguna á föstudaginn 1. júní 2007 frá Tryggingastofnun ríkisins. Horfði meira að segja lengi og vel á póststimpilinn; 28.maí 2007!
Vildi vera viss og leit aftur á nafn viðtakanda. Var þetta örugglega stílað á mig? Jú, heldur betur, meira að segja fullt nafn á umslaginu. Hafði engan tíma til að skoða innihaldið, var að útskrifa Kötuna þennan daginn. Opnaði það í dag, 4. júní 2007. Innihaldið var svar við umsókn minni vegna svonefnds endurhæfingalífeyris. Svarið var jákvætt, umsóknin var samþykkt Vá, loksins, dagsetning læknisvottorðs í lok nóvember 2006!
Horfið lengi á bréfið og las það spjaldanna á milli. Ég trúði vart mínum eigin augum, loksins komið svar og það jákvætt! Nógu andsk………….. fannst mér erfitt að sækja um rétt minn; það hafði greinilega borgað sig.
Ég mun örugglega setja bréfið og skírteinið inn í ramma, helst gylltan með útflúri og skrauti Skírteinið sem er ávísun á lægra verð til lækna og sérfræðinga, lyf og tannlækningar, rann út 06.2007!
Svona er íslenska heilbrigðiskerfið. Brandari Ég vænti þess að fá svar við umsóknum vegna umönnunarbóta og dánarbóta einhvern tímann í haust enda sumarfrí þegar hafin. Örugglega ekki afturkræft. Kerfið? Er það ekki klikkað? Starfsmenn þess; þeir eiga verulega bágt.
Mun ég sækja aftur um ef ég veikist aftur? JÁ, POTTÞÉTT! Þó ekki væri nema til að láta hafa fyrir mér. Hef ég sagt mitt síðasta orð? NEI! :) Fyrr má nú rota en dauðrota, segi ég.
Í öllu falli kominn upp á lappirnar aftur, var ansi framlág og hliðholl sófanum síðustu dagana. Örmagna að mér fannst. Fékk “lifni við pillu” með þessum pósti, kannski sparkið sem ég þurfti. Kominn tími til að ráðast í það sem bíður á öllum vígstöðvum. Mín komin í gang sem þýðir 5. gír. Nóg komið af lognmollu í bili. Við urrum á mínum bæ við slíkum uppákomum og aðstæðum!
Ég er alla vega stolt af því að hafa sparað fyrir heilbrgðiskerfið síðustu mánuði, ég get alla vega státað mig af því