Lufsa
7. júní 2007
Búin að vera óttalegur aumingji síðustu daga. Kemst varla á fætur á morgnana vegna liðverkja og “beinverkja”. Verið skást seinni partinn og á kvöldin. Kæmist ekki í sokka á morgnana, hvað þá meira.
En það þýðir ekkert volæði, verð að spýta í lófana. Verið dugleg að vinna í ákveðnum málum sem hafa verið að íþyngja mér og náð árangri í sumum þeirra. Er löngu hætt að vera með yfirlýst markmið, læt duga að hafa þau yfir í hljóði. Er að ná þeim smátt og smátt.
Hef grun um að einhver pest sé að angra mig miðað við líðanina en veit að þreyta og álag síðustu daga hefur sitt að segja. URRRRRRRRR!!!!!!!!!!!! Vinn mig úr þessu, ég skal!
Katan á fullu í lestri fyrir inntökuprófðið í læknisfræðinni og Hafsteinn búinn að taka eitt prófið með trompi. Erfitt próf framundan hjá honum, vona að hann ætli sér ekki of nauman tíma í undirbúning.
Það styttist í að ég fari að vinna; ég hlakka ekkert smá til, hefði viljað vera búin að fá meira þrek en svona er lífið einfaldlega. Ég einfaldlega verð. Þökk sé kerfinu og ýmsum “vinum og fyrri samherjum” Menn uppskera eins og þeir sá, eins og mér er tíðrætt um. Það á við okkur öll. Hefði viljað eyða sumrinu með öðrum hætti og safna kröftum en staðan er einfaldlega þannig að ég verð að bregðast við. Það geri ég og ekki orð um það meir. Ég er ekki þekkt fyrir það að gefast upp án baráttu