Beggja blands

12. júní 2007

Búin að vera beggja blands eftir helgina. Vil taka ákvarðanir á eigin forsendum. ÚFF!! Og hverjar eru þær??? Ég veit það ekki og það er einmitt málið!

Ég þarf í öllu falli tíma til að hugleiða málin, er ekki þekkt fyrir það að gefast upp og fer ekki að taka upp á því núna; á síðustu og verstu tímum :)

Búin að vera í hálfgerðu sjokki að sumu leyti, þarf að vinna mig úr því. Veit að allt fer vel á endanum.

Haffi minn búinn að standa í stórræðum úti og ástandið erfitt. Líkur mömmu sinni og þraukar úti það endalausa.  Á góða að sem munu fylgja honum alla leið í orðsins fyllstu merkingu :) Við það er ég afar sátt, meira en orð fá lýst :)

Katan þraukar einnig í sínum prófum, orðin örmagna síðan í byrjun apríl. Það vill svo til að ég á einnig helming í henni og veit að hún gefst ekki upp en ansi er þetta strembið :(

Við erum ekki þekkt fyrir að gefast upp þessi litla “famelia” þó á móti blási. Náum við ekki markmiðum okkar; þá breytum við þeim einfaldlega og lærum af reynslunni :) Ég er ekki hætt né búin að gefast upp og það sama á við Haffann og Kötuna :)

Ég skal. get og vil og ætla mér að nota þann tíma vel sem mér er ætlaður. Byrjuð á “skáldsögunni” og bíð spennt eftir viðbrögðum :) Gleðilegu fréttirnar þær að einhverjir lesendur eru til staðar og útgefandinn klár. Nú stendur á mér en komin í gírinn :)



Lokað er fyrir ummæli.