Viðutan
12. júní 2007
Á morgun hefst inntökuprófið inn í læknadeildina og verða prófin 3 á morgunn og annað eins á fimmtudaginn. Vona að Kötunni gangi vel, hún á það sannarlega skilið.
Búin að vera óttalega viðutan síðustu daga, var að muna allt í einu eftir símtali sem ég ætlaði að hringja síðasta föstudagsmorgunn til Systu mágkonu! Er greinilega ekki í lagi en ýmiss atriði hafa farið forgörðum undanfarið Verð að taka upp dagbókina, það er greinilegt. Hringja auðvitað í Systu! Hvað skyldi hún halda, hm……….?????
Dagurinn fór í alls slags stúss vegna dánarbúsins, ótrúlegt hve viðmót starfsmanna í bönkum getur verið kaldranalegt. Þessi mál taka á og eru tímafrek, ekki hjálpar “Hrollauga” upp á. En smátt og smátt er þetta að koma. Mér finnst að eftirlifandi makar ættu að eiga kost á námskeiði eftir fráfall hins makans, svo mikið er torfið og kerfið þungt í vöfum. Allt rifjast auðvitað upp og ýfist, það tekur svolítið á.
Staflinn á eldhúsborðinu lækkar smátt og smátt og ég farin að ná fleiri, settum markmiðum en áður. Nú er bara að krossleggja fingur og vona að allt fari á besta veg. Framundan er áframhaldandi pappírsvinna, fundarhöld og heimsókn á Skagann til að hitta minn skólameistara. Svei mér ef lífið er ekki að taka á sig eðlilega mynd á ný
Vona að Kötunni gangi vel á morgunn, Haffa farið að líða betur í 30°C hitanum og próflestrinum en stóra prófið hans í lífefnafræðinni er þann 22. júní. Allt er þetta að hafast
13. júní 2007 kl. 8.20
Allt hefst þetta að lokum kærar sys.
Bestu kveðjur til nöfnu og vona að henni gangi vel í inntökuprófinu og sömuleiðis góðar kveðjur til Haffa
Vona að sveitin hafi tekið vel á móti þér þó ferðin hafi verið erfið, en allt er þetta hluti af því ferli sem menn ganga í gegnum eftir erfiðleika sem hafa á þig herjað. Þú ert sterk og þó þú bognir brotnar þú ekki!
Kv. að vestan
Kata sys
p.s. bíð spennt eftir bókinni:)
13. júní 2007 kl. 21.34
Takk fyrir hvatningaorðin kæra sys, ekki veitti mér af þeim.
Allt er þetta að koma þó. Bókin, já; ég verð sennilega í vandræðum með að takmarka mig í þeim efnum, kannski þetta verði bara framhaldssaga:)
Nafna þín búin með fyrri prófdaginn, sá seinni er á morgun. Haffi á kafi en vonast til að geta tekið síðasta prófið 22. júní þó það sé naumur tími. Sjáum til, þau biðja bæði að heilsa
Bestu kveðjur vestur
Gunna