Gekk of langt!

15. júní 2007

Reisti mér burðarás um öxl og fjandi erfitt að viðurkenna það. Vissi að ég tók sjensa en átti ekki von á því að þrekið væri svona lítið og að ég grenjaði af verkjum. Held þó að ég hafi staðið mig.

Margblendnar tilfinningar, annars vegar ofboðslega sár og hins vegar glöð að fá tækifæri á því að vera ég.  Hver sagði að lífið væri auðvelt? Ekki ég, mér finnst það töff á stundum. Leyfi mér að vera sár og væla! Tiltölulega nývöknuð eftir að hafa sofið í allt kvöld og seinni partinn :)  

En ég SKAL enda “neyðin kennir nakti konu að spinna” eins og ég hef áður sagt! Það mega menn vita og eiga að vita; ég gefst ekki auðveldlega upp ! Ég er samt sár og úr því þarf ég að vinna á næstu dögum. Ce la Vie ! Ég skal höndla þetta en það verða ekki allir viðmælendur vinir mínir…………… hvorki nær né fjær!Lokað er fyrir ummæli.