Eintóm gleði
22. júní 2007
Ég komin í helgfrí og nú styttist í frumburðinn heim
Próf á mánudag, ekki föstudag á morgun eins og ég hélt (vitlaus ég )Lífefnafræði eins og hún gerist verst hjá Ungverjum; MUNNLEG!
Ég sé alla vega sæng mín útbreidda; Haffinn og Katan heima og nú málum við sveitina græna Girðingavinna og SÆLA
Heima er best, svo mikið er víst Ekki skemmir fyrir að hestamannaball sé framundan.Svei mér ef ég mæti ekki, kominn tími til , svo ekki sé mínnst á allt annað fjör framundan í sumar
Gott að heyra að hrossin fengju sprettinn; ekki veitti af að hreyfa þau greyin! Búin að vera innan girðingar svo lengi, SPIKFEIT! Nú er bara að fá skeifurnar undir og taka þetta forskot þeirra með stæl Kemur sér vel að hafa skeifurnar tilbúnar og alles klar
Hefði ekki trúað því að óreyndu að hugurinn bæri mann hálfa leið í þessum efnum, er vön því upp á síðkastið að láta hvern dag líða með sína þjáningu en reyndar talið að hugurinn spili þar stórri rullu. Bara ekki svona stórri rullu Nú veit ég það fyrir víst að þegar manni hleypir kapp í kinn, þá hverfa verkir, þreyta og önnur ómöguleg líðan.
Þetta er flott, ég er ánægð; takk fyrir mig og mína Tí, hí; mjög ánægð
24. júní 2007 kl. 10.31
gaman að sjá að þú ert öll að hressast. ég kíki hingað reglulega bara til að sjá hvernið að þér líður og vita hvað er að frétta af þér.
en ég er búin að skíra strákinn minn hann heitir Gabriel Máni
en vonandi sé ég þig sem fyrst.
kveðja Hulda Guðbjörnsdóttir (sjúkka)
24. júní 2007 kl. 23.54
Sæl Hulda mín,
Gaman að fá línu frá þér, mér þykir vænt um það.
Til hamingju með drenginn, nafnið er mjög fallegt.
Ert sem sé búin að fá réttindin???
Bkv. Guðrún Jóna