Þreytt en ánægð

24. júní 2007

Við mægður skruppum heim um helgina enda nóg að gera. Hrossin strokin og lentu á Hóli þar sem þau eru í góðu yfirlæti. Það reyndist meira mál en við ætluðum að sækja þau og koma þeim fyrir heima. Girðingin farin auk þess sem einhvern meiri mannskap þurfti til að flytja þau.

Fundum sökudólginn fyrir strokinu en eru ekki með það sem til þarf til að fara í girðingavinnunna. Það var vond tilfinning að fara aftur suður með það mál ófrágengið enda ekki hægt að ætlast til að menn geymi hross fyrir mann út í það endalausa.  Traffíkin mikil hjá Guðmundi á Hóli og óteljandi hross sem eiga viðdvöl hjá honum.  Hann þarf að losna við okkar sem fyrst til að “hýsa” önnur. Við mæðgur þurfum því að senda neyðarkall á menn og biðja um aðstoð er ég hrædd um.

Kata stóð sig vel þegar vestur var komið. Hvítnaði þó hressilega upp og fékk mikla ógleði í fyrstu en vann á þessum einkennum á skynsamlegan hátt. Dreif sig síðan á hestamannaball þar sem hún skemmti sér konunglega. Var hins vegar framlág í dag vegna eftirkastanna :)

Komum seint heim í kvöld, ferðin tók 4 klst. og var meðalhraðinn á okkur um 2-4 km/klst frá Grundatanga og í Mosfellsbæinn :( Hvenær skyldi lögreglan sekta menn fyrir of hægan akstur og taka vanhæfa ökumenn úr umferð? Ég hélt ég yrði ekki eldri.

Okkur fannst erfitt að fara, vildum báðar vera áfram enda vill maður vera heima hjá sér.  Verð alltaf bitur þegar ég hugsa til þess að geta ekki stundað vinnu í eigin heimabyggð.  Völd sumra eru ótrúleg og geta reynst beinlínis hættuleg! En þeir uppskera eins og þeir sá, líkt og allir aðrir.  Er það ekki lögmálið?

Hitti mína menn í morgunn, Kjartan, Guðrúnu og Hörð.  Virðing er það orð sem flýgur í gegn um huga mér; virðing, traust, þakklæti og lotning. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég mun aldrei getað þakkað þeim að fullu.

Frábært að hitta Bæring og fjölskyldu, hann lét sig ekki muna um það að skjótast inn í Hörðudalinn til að liðsinna okkur vegna hrossana, fann sökudólginn fyrir strokinu. Áin hafði rutt niður árbakkann og girðinguna þar með. Nú þarf bara að gera við.

Sigurbjörg og stelpurnar komnar til Írlands, ég ætla rétt að vona að þær eigi eftir að skemmta sér vel. Heiðar mættur, sprækur og hress um hádegið, reddaði Toyotunni í gang og snöggur að rjúka með ruslið í næsta gám. Hvar væri ég án þessa vina minna? Rosalega sakna ég þess að vera ekki í daglegum samskiptum við þá.  Bölva ég sumum núna, það mega allir vita. Þetta er fúlt en ég mun aldrei láta buga mig.

Tíkurnar kvöddu sveitina með stæl eða þannig. Blóðug slagsmál og Katan með Lafði Díönu uppi á dýraspítala í saumaskap og sýklalyfjagjöf. Ótrúlegar, geta samt ekki án hvor annarrar verið. Slaufa skælandi hér eftir hinni.  Hér þarf hins vegar greinilega að taka ákvarðanir.

Vinna í fyrramálið, upp kl. 06. Úff, ofboðslega þreytt en ánægð í heildina. Þó mér finnist gaman í vinnunni skyggir það á að geta ekki verið meira heima. Krosslegg fingurnar fyrir Hafstein, stóra prófið í lífefnafræðinni í fyrramálið. Vona að hann nái því, ég verð að fara að fá hann heim, get ekki beðið.Lokað er fyrir ummæli.