Gleði og gaman

25. júní 2007

Hafsteinn náði lífefnafræðinni í fyrstu tilraun :)   Þeir voru 3 Íslendingarnir sem náðu skriflega prófinu í morgun sem er undanfarinn af hinu eiginlega prófi sem var síðan munnlegt og reyndist þeim öllum erfitt en þeir náðu. Hinir þurftu að fara heim, lesa betur og fá að endurtaka leikinn.

Hafsteinn er sem sé væntanlegur heim, þarf að ganga frá íbúðinni úti og finna flug þannig að hann ætti að vera kominn fyrir vikulokin :) Ofboðslega hlakka ég til! Stoppið verður hins vegar ekki langt hjá mínum, verður farinn aftur upp úr 20. ágúst en þá bíður hans próf í erfðafræði og svo skólinn á fullt eftir 1. vikuna í september. Ég er nokkuð viss um að sumarið dugi ekki til þess að framkvæma allt sem er á óskalistanum, svo mikið er víst.

Ástandið er svipað hjá mér, punkteruð eftir daginn en montin eftir hvern vinnudag. Er ekki frá því að úthaldið sé að koma smátt og smátt. Er nokkuð viss um að það hefði komið fyrr ef ég hefði getað verið heima og úti við.  Reyni kannski að stytta vinnutímabilið til að fá einhvern samfelldan tíma heima.

Verst að geta ekki nýtt seinni part dagsins að lokinni vinnu í að vera úti við, skríð í bókstaflegri merkingu upp í sófa eins og fýsibelgur.  Ég tala nú ekki um þegar veðrið er jafn gott og í dag enda ætla ég mér út í garð á eftir og reyta arfa. Sú vinna er allra meina bót í fleiri en einum skilningi:)2 ummæli við „Gleði og gaman“

 1. auja ritaði:

  Til lukku með frumburðinn, mikið afrek að klára þetta próf ;)
  Vona að úthaldið sé að koma ;)

 2. Guðrún Jóna svaraði:

  Takk fyrir það skvís, já hann er seigur strákurinn og ég að sama skapi að rifna úr monti:)
  Úthaldið kemur seint finnst mér, kannski af því mér liggur á………….????
  Bkv. á Klaustur,
  sending vonandi á morgun