Urr

26. júní 2007

Ætla rétt að henda inn línum. Skreið heim úr vinnu seinni partinn, algjörlega búin á því. Verkirnir hreinlega að gera út af við mig. Mér finnst hver einasta fruma í líkamanum öskra! Finn meira að segja til í fingur-og táliðum!  Ég hreinlega skil þessa líðan ekki og er ekki sátt. En hver segir að lífið eigi að vera auðvelt?

Er rétt skriðin fram úr sófanum, sofnaði yfir fréttum. Ekki það að maður missir ekki af miklu í þeim efnum upp á síkastið. Fyrir utan þarft framtak hjúkrunarfræðinga í dag, virðist það eina sem er markvert vera 180° viðsnúningur formanns Samfylkingarinnar í stóriðjumálum sem og ýmsum öðrum málum enda kosningar afstaðnar.

Hrikalegt að missa af þessum dýrlega sumarveðri. ? hvort ég þurfi að endurskoða þessa ákvörðun mína um vinnuna, hábölvað að þurfa að gefast upp þegar maður er búinn að taka ákveðið verkefni að sér. Mér líst illa á það enda fleiri ástæður en sú að standa sig, á bak við þá ákvörðun að fara að vinna. Urr………….!

Hafsteinn væntanlegur heim á fimmtudagskvöld. Við mæðgur tökum að sjálfsögðu fagnandi á móti honum :) Hlakka mikið til, farin að telja niður :)

Farin í bólið og ætla að vakna hress og verkjalaus í fyrramálið kl.06! Þetta hlýtur að koma smátt og smátt þannig að frístundir verði einhverjar. Hef af nógu að taka þegar kemur að áhugamálum og verkefnum.Lokað er fyrir ummæli.