Prinsinn mættur !

29. júní 2007

Þá er Hafsteinn mættur á svæðið, lenti í gærkvöldi og tóm sæla hjá öllum fjölskyldumeðlimum:) Búinn að standa sig frábærlega vel og kominn sem sé á 3. ár í læknisfræðinni. Mætti á kvöldvakt á geðdeild LSH í dag! Ekki að tvínóna við hlutina á þeim bænum. Ótrúleg þessi börn mín.

Ég skreið á fætur í hádeginu, þurfti “nauðsynlega”að leggja mig aftur þannig að dagurinn fór í ekkert; þessi líka frábæri dagur. Rosalega er ég fúl út í sjálfa mig! Enn og aftur. Er samt ekki frá því að einkennin séu eitthvað minni en síðasta föstudag eftir vinnuvikuna. Nú er að nota helgina og hlaða batteríin fyrir næstu törn.

Ætlum að eyða helginni saman, öll þrjú og ferfætlingarnir. Vonandi helst veðrið áfram svona gott og ég skal drattast fyrr á fætur en í dag! Hver dagur er dýrmætur og á það ber að leggja áherslu. Hver veit nema að maður renni fyrir bleikju um helgina í sveitinni, Hafsteini myndi ekki leiðast það. Aðalfundur hjá veiðifélaginu á morgun, hef ótal spurningar og vangaveltur í þeim efnum.

Bæring, Hörður, Sólveig og Andrea redduðu hestamálum fyrir okkur, ótúlega yndislegt fólk. Bæring ekki lengi að setja upp girðingu fyrir okkur. Tvímælalaust traustir vinir og fáir þeim líkir. Við erum ótrúlega heppin, á því er enginn vafi.

Nú er bara að bretta upp ermar og lágmarka þann skaða sem ég gerði í dag með þessari bjév…. leti! Út í sólina :)Lokað er fyrir ummæli.