Ungamamma

30. júní 2007

Er gjörsamlega í skýjunum eftir heimkomu Haffa. Systkinin ótrúleg saman tvö:) Er eins og stolt gæsamamma, rosalega eru þau flott :)

Hafinn lenti heldur betur í ævintýri á heimleið frá Köben í gær. Í stuttu máli lenti hann í neyðartilviki skömmu eftir flugtak, tæklaði málin þannig að hann var sá sem stjórnaði vettvangi. Ótrúlegt en satt, ekki kominn með þann grunn sem til þarf undir slíkum aðstæðum, hvað þá læknisfræðilega þekkingu enda einungis búinn með 2 ár. Allt fór vel og það sem mér finnst ótrúlegt með drenginn; hann hefur upp á viðkomandi sem er erlendur ríkisborgari, og heimsækir hann í morgunn áður en hann fer á vaktina í dag. Er einhver á réttri hillu í lífinu :) ??????????

Stolt af mínum tveim ungum og sjálfri mér, ekki alveg handónýt úr því mér hefur tekist að alið þessa unga upp:)

Er drusla ef ég á að vera hreinskilin, en voða sátt. Kláraði vinnuvikuna og systkinin hreint út sagt frábær. Frétti í kvöld að aðalfundinum hjá Veiðfélagi Hörðudalsá hefur verið frestað þannig að ég mun örugglega sofa eitthvað í fyrramálið. Annað verður að ráðast.

Í öllu falli er allt á uppleið, lít ekki til baka því ég get engu þar um breytt. Búin að kvelja sjálfa mig og Kötuna með eilífum spurningum og vangaveltum án þess að fá svör.  Þau fást ekki. Nú horfi ég einungis fram á við :)Lokað er fyrir ummæli.