Raunveruleikinn

20. apríl 2007

Allt við það sama á þessum bænum, slen og leti, fram úr hófi.  Er löngu búin að slá út öll met í svefni.

Hundleiðist, satt best að segja, finnst þetta ansi lítið spennandi og alls ekki það sem ég átti von á.  Hálf grámyglulegur raunveruleiki. 

  I'm So Bored 

Er hætt að setja fram “opinber” markmið um það sem ég hyggst ætla að gera ” á morgun” því þau standast aldrei.  Það er því betra að þegja og láta verkin tala. 

  

Kannski þetta sé allt eðlilegt; tómarúmið, eftirköstin af meðferðinni o.s.frv. en það breytir engu til um þá staðreynd að þetta ástand er leiðinlegt. Ekki bara fyrir mig sjálfa, heldur alla í kringum mig. Alltaf sama rullan. Meira segja mér finnst orðið nóg um. Mér finnst ég vera hundleiðinleg!

 Blah Blah Blah 

Líkamlegt þrek er ekki neitt, neitt. Ef ég skúra einn daginn, steinligg ég þann næsta.  Það sama gildir um göngutúrana með tíkurnar; ef ég fer út í dag, ligg ég á morgun.  Verkirnir minnka hægt.  Eitt jákvætt þó; hef þyngst nokkuð þannig að ég lít ekki út eins og “krabbameinssjúklingur”.  Brúnkan sem ég fékk úti hefur þó dvínað hressilega, þarf eiginlega að drífa mig í ljós til að fölna ekki í samræmi við ástandið.  Einhvern veginn er maður alltaf hraustlegri með einhvern lit í andlitinu.

    Tanny 

Niðurstaðan er sem sé þessi: mér hundleiðist.  Vil fara að komast í vinnu og að sinna því sem liggur á mér.  Ekki þætti mér verra  að “moldvarpast” hressilega og planta niður einhverjum gróðri. 

  Digging 

Ég kyrja kannski bara “Sól, sól, skýn á mig” þannig að ég fari að hressast.  Trúlega einhver seretonin skortur að angra mig í ofanálag við “sjálfsmeðaumkvunina”.  Svei, mér þá!

 Sweating 2 

Þessi dagur að kvöldi kominn, vonandi ber morgundagurinn með sér lítil kraftaverk.  Þau eru, jú, alltaf að gerast. Nenni ekki að eltast við Sigga Bö, hindranirnar og girðingarnar innan okkar umdeilda háskólasjúkrahúss eru of margar og háar.  Þær eru ekki fyrir venjulegt fólk að príla yfir, hvað þá miðaldra sjúkling. 

   
Ætla að setja upp verðlaunaprógramm fyrir mig sem felst í því að fá broskarl fyrir hvert það markmið sem ég næ.  Vonandi safna ég þeim mörgum :)

 Cinco De Mayo 2 

Var að renna yfir fundargerð síðasta fundar sveitarstjórnar í Dalabyggð.  Hún er reyndar meingölluð og lítt upplýsandi eins og áður og ég hef tönglast á. En í þetta skiptið las ég ánægjulega færslu; sveitarstjórnin hefur ákveðið að leita allra leiða til að tryggja áframhaldandi starfssemi í húsinu og fresta þar með ákvörðun um úreldingu.  Jafnframt var ákveðið að kynna stöðu mála fyrir íbúum sem var ekki síður ánægjuleg frétt.  Fráfarandi sveitarstjórn tók gríðalegt fjármagn úr sveitarsjóði til að fjármagna endurbætur á sláturhúsinu án nokkur samráðs við íbúa á sínum tíma sem var náttúrulega “ga, ga”.  Það væri ekki síður ábyrgðarleysi nú að henda þeirri fjárfestingu út um gluggann án þess að freista þess að reyna allt sem hægt er til að finna húsinu e-a starfssemi svo ekki sé minnst á að skapa einhver störf í sveitarfélaginu. Góðar fréttir!

  Bouncy 2  Bouncy 6  Mirror Image  Drooling Bouncy Smiley  Drooling Bouncy Smileys 

Hins vegar rakst ég enn og aftur á það að byggðaráðs- og sveitarstjórnarmenn eru beggja megin við borðið í störfum sínum og atkvæðagreiðslum.  Formaður byggðaráðs afgreiðir aftur og aftur erindi frá sínu félagi; Hestamannafélaginu Glað en þar situr hann í stjórn sem ritari. Hvergi kemur fram að hann hafi vikið af fundi og varamaður kallaður til eða að hann sæti hjá í atkvæðagreiðslum um málefni hestamannafélagsins.  Það sama er uppi á teningnum varðandi staðarhaldarann á Eiríksstöðum.  Hvergi er þess getið að hún víki af fundi eða sitji hjá þegar verið er að taka ákvarðanir um störf hennar og maka sem staðarhaldara, ekki einu sinni þegar launmál eru rædd.  Ansi gróf stjórnsýlubrot, ef rétt er.  Auðvitað er möguleiki á að það “gleymist” að færa það til bókar að umræddir sveitarstjórnarmenn hafi vikið og varamenn kallaðir inn í síkum tilfellum.  Er það þá ekki síður alvarlegt brot á fundarsköpum. Ég er ekki alveg að skilja oddvitann, þann annars ágæta mann, sem ber ábyrgð á að fundarsköp og afgreiðsla mála fari rétt fram.  Hann hlýtur að vita þetta sem og allir aðrir sveitarstjórnarmenn eða hvað………?  Skyldi sveitarstjórinn hafa samþykkt á sveitarstjórnarfundi, eigin laun og launakjör???? 

  Peeking Over Fence   

Var annars hæstánægð með VG á síðasta fundi, voru ekki reiðubúnir að samþykkja 15 millj. kr. framlag til byggingar reiðhallar Glaðsmanna þar sem ástæður fyrir fyrri samþykkt fráfarandi sveitarstjórnar um það framlag, voru brostnar.  Sú fjárupphæð var ákveðin m.t.t. stærðar fyrirhugaðar reiðhallar og háð styrkeitingu Landbúnaðarráðuneytisins sem menn væntu að yrði hærri en raunin varð. Ekki það að ég samþykkti sjálf 15 milljónirnar á þeim forsendum sem lágu fyrir þá og styð heils hugar uppbyggingu hestaíþróttarinnar í Dölum þó ég hafi sagt mér úr félaginu fyrir nokkrum árum vegna þeirra stjórnarmanna sem þá sátu og sumir sitja enn.  Það breytir því ekki að ég hef fulla trú á því að tækifæri felist í hestamennskunni, sveitarfélaginu til góða.

Menn verða hins vegar að vera raunsæir og “rétt skal vera rétt”.  Menn verða að fara á “hugarflug” og reyna að finna fjármögnunarleiðir og raunhæfa framkæmdaráætlun sem fjárfestar og etv. sveitarfélagið trúir á

   

brainstorming

Custom Smiley 

Kannski það gerist við næstu stjórnarskipti félagsins.  Sumir eru nefnilega hálfgerðir “tréhestar” og dragbýtar á starfsseminni sem ekki þekkja sinn vitjunartíma og vilja vera allt í öllu.  Það er svo annað mál…

  Pony 

Ekki náði ég í Sigga Bö í dag.  Var við því að búast?  Kerfið er svo marglaga og þrepaskipt að sjúklingurinn kemst ekki nálægt fagfólkinu nema á börunum, býst ég við. Kannski ég fái “heimilislækni” minn til að hafa milligöngu í málinu.  Honum myndi örugglega þykja það sjálfsagt mál; sjálfsagðara en mér en…………………………  Hmm 

Annars er bara að harka af sér eða bíða eftir að ég lendi á börunum.  Verst hvað það tekur á að fara í gegnum kerfið og færibandið á hátæknisjúkrahúsinu.  Maður þarf að vera býsna vel á sig kominn til þess.

  EMT 

Einhvern veginn fer þetta allt.

Síðasti vetrardagur að liða undir lok. Ég man hvað mér fannst mikið til Sumardagsins fyrsta koma í æsku enda skáti með meiru, uppástríluð í “uniform” og í skrúðgöngu.  Svo ég tali nú ekki þegar ég var í lúðrasveitinni!Það brást hins vegar ekki; það var yfirleitt kalt, snjóaði jafnvel og blés hressilega. 

     Shiver 

Man ekki eftir “sumarlegum” 1. Sumardegi. Hins vegar er vorið að nálgast á almanakinu og farið að vera bjart frá 04.30 á morgnana (veit það því ég er alltaf vöknuð og bíð eftir Mogganum) og fram eftir kvöldi. 

“Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga…..” tra,la, la, la…….. Gleðilegt sumar :)

  Sprinkler 

Þar kom að því að ég settist niður og fylgdist almennilega með framboðsfundi, horfði á Kastljós í kvöld þar sem sjónvarpað var framboðsfundi frá Ísafirði. Sá fyrri hluta fundarins um samgöngumálin.

Fundurinn var um margt athyglisverður og fróðlegt að fylgjast með svörum og vibrögðum frambjóðenda. Merkilegast fannst mér að upplifa það hversu stuttur þráðurinn var hjá samgnögumálaráðherra.  Mér fannst hann ýmist ætla að rjúka í menn   Pouty eða að fara að háskæla.  Tears  Hvar ætlaðu þessi ósköp að enda?  Og maðurinn er sitjandi ráðherra!  Mér datt helst í hug að manninum veitti ekki af því að fara á námskeið í reiðistjórnun (Anger management).  Eitthvað þarf hann að gera í sínum málum, vinurinn.

Jafnframt fannst mér það áhugvert að fylgjast með frambjóðendum VG og Íslandshreyfingarinnar í samgöngumálunum.  Fulltrúi VG kom með skýrar yfirlýsingar um breyttar áherslur; “við viljum sjá……, við viljum ekki sjá…… ” en aðspurð var hún ekki með nein svör um leiðir til að nálgast ný markmið.  Hún var einfaldlega týnd!   Ái !!!       Pínlegt……………..Stefnuleysi VG í samgöngumálum var afhúpað fyrir framan alþjóð.  Það er svo sem ágætt :)

   No U Turn 

Ómar tókst á loft í hugsjón sinni, sparaði ekki stór orð og horfði hugfanginn til himins. Þegar kom að sömu spurningum um það hvernig hann hyggðist ná nýjum markmiðum og hvað þau kostuðu, rak hann í rogastans, hikstaði og stamaði en fékk enga hjálp né svör að ofan.  Með öðrum orðum var þetta skelfilegt. Hvernig dettur frambjóðendum að mæta á framboðsfundi án þess að vinna heimavinnu sína og það í sjónvarp frammi fyrir alþjóð?  Æ, æ !, segi ég nú bara.  Því miður virðast kjósendur samt kokgleypa boðskap slíkra frambjóðenda og framboða.  Stóriðjustoppið er “inni” núna og það er í tísku að velja allt grænt.  En hvað eru menn að hugsa?? Ómar og fylgismenn hans eiga að vera hugsjónahreyfing og beita sér sem slík, sem stjórnmálaafl eru þeir beinlínis hættulegir í þeim skilningi að það vantar alla rökhyggju, skynsemi og raunsæi í málflutning þeirra og áherslur.  Þeir væru vísir til að framkvæma fyrst, hugsa svo.  Mistökin geta svo verið óafturkræf og menn vaknað upp af vondum draumi.

    Lightning 

Það færi þeim miklu betur að hafa áhrif á gang mála í þjóðfélaginu með því að fara í mótmælagöngur, skrifa bækur um “Framtíðarlandið” og troða upp á árshátíðum.  Engin spurning.  Mér dettur alltaf í hug “Hallelúja” kór þegar ég sé Ómar og fylgismenn. Hvernig má annað vera; flokkurinn treður upp á öllum kynningar- og framboðsfundum. Reyndar ekki í kvöld, Jakob var fjarri, sýndist mér.

 Carolers 

.

Birkir var svo sem ósköp sætur með sínar rjóðu bollukinnar, sá ekki betur en að hann hafi skerpt á háralitnum, svei mér þá.  Ósköp sætur strákur og allt það, jafnvel einlægur á stundum en ansi var það rýrt sem hann hafði til málanna að leggja.  Honum fannst reyndar ekkert mál að heimila einkavæðingu í samgöngum, líkt og ráðherran en segist almennt á móti því. Hm……………………? Hann viðurkenndi einnig að hans flokkur hefði, ásamt öðrum, alið á ríg og misskptingu á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnr.  Á, á!    Í öllu falli var fullkomið samræmi á milli stjórnarliðana og miklir kærleikar.  

Best Friends 

Fulltrúi Samfylkingarinnar átti í einhverjum vandræðum með að koma málum sínum og rökstuðningi á framfæri.  Kom mér á óvart þar sem hann ætti að vera “sviðsvanur” enda skólastjóri til langs tíma.  Átti von á því að hann yrði málefnalegri og færði skýrari rök fyrir sinni gangrýni enda þaulvanur skipuleggjandi.  Honum er svo sem vorkunn, hann mælir fyrir stefnureikandi flokk sem erfitt er að henda reiður á hvert stefnir. 

 Nowhere 

Ég ligg ekkert á því, mér fannst Kristinn komast best út úr framboðsfundinum.  Rólegur, yfirvegaður og búinn að vinna heimavinnuna sína.  Hafði svör á reiðum höndum, gat rökstutt þau með dæmum og rauntölum.  Þannig eiga frambjóðendur að vera.  Fumlausir og vel að sér í málefnunum með hag íbúa í huga en ekki eigin hugsjón eða framapot.  Var ekki laust við að skotin væru föst og beint í mark, nema hvað!

        We're Number One 

Það verður fróðlegt að fylgjast með pólitíkinni næstu vikurnar. Ætli sé ekki orðið tímabært að skipta um flokk, helst í beinni :)

Annars er ástandið óbreytt á mínum bæ, slappleiki og “leti” fram úr hófi.  Svefndagur á milli verkja í dag. Reyni að hamast í íslenska skrifræðinu þegar ég er vakandi og sit uppi, pappírsvinnan er óendanleg þegar kemur að umsóknum um hitt og þetta sem maður á “rétt á”.  Það væri til mikils að vinna að geta stytt boðleiðir, fækkað verkferlum og þar með starfsfólki víða í ríkisbákninu okkar.  Svo virðist sem maður þurfi að finna upp hjólin í þeim efnum sjálfur, lítið um leiðbeiningar um réttindi o.þ.h.  Margir hafa kallað báknið frumskóg, ég get heilshugar tekið undir það.

Er alltaf að komast af nýju og nýju þegar kemur að réttindum vegna veikinda og fráfalls maka, missi auðvitað einhverja mánuði úr þar sem ég “vissi ekki” hvað ég gæti sótt um hér og þar. Ágætis skóli svo sem en dýrkeyptur er hann.  Ég mun örugglega vera dugleg að leiðbeina fólki í minni stöðu, fái ég tækifæri til þess.

Er ákveðin að gefa mig ekki við göngudeildina á morgun, ég “ætla” að ná sambandi við Sigga Bö!  Er ekki sátt við heilsufarið og vil sjá breytingar í þeim efnum til hins betra.

Væl, væl

17. apríl 2007

Það er einhver barlómur í manni, því er ekki að neita.  Þó er farið að styttast í vorið, daginn farinn að lengja og allt ætti að vera bjartara.  Það er  þó enn gluggaveður, lítur afskaplega vel þega horft er út um gluggan en ansi kalt þegar út er komið.  Ekki það að ég hafi verið með eindæmum dugleg að fara út, það fjarri lagi.  Dreif mig loks í dag eftir að hafa verið inni síðan á þriðjudag í síðustu viku! Veðráttan minnir mann óneitanlega á hinn blákalda raunveruleika.

  Freezing   

Það er eins og það vanti í mig allan kraft og drift til að framkvæma nauðsynlega hluti.  Eðilegur fylgifiskur sorgarinnar segja margir og ugglaust er það rétt. En mikið skelfing er erfitt að vera í þessum sporum og komast ekki upp úr farinu. Það verður að viðurkennast eins og er að allt var auðveldara í öðru umhverfi.

Öll fáum við meira og minna skrámur á sálina, áföll fylgja lífiu, bara mismikið.  Flest okkar vinna úr þeim áföllum og reynslan bætist í reynslubanka okkar og þroska.  Við erum hins vegar misþolin gagnvart áföllunum og sum fá meira af þeim en aðrir.  Ég er búin að fá ansi mörg áföll síðustu 3-4 árin, sum þeirra svo mikil að ég hef ekki vitað hvernig ég ætti að vinna úr þeim.  Skrámurnar eru því margar og sumar hverjar rista dýpra en aðrar.  Ég hef þó verið þeirrar gæfu aðnjótandi að gefast ekki upp; að hafa nægilegt sálarþrek til að halda áfram.  Á þessum árum hef ég misst æruna, starfið mitt, eðlileg búsetuskilyrði, heilsuna og maka minn.  Ekki það að ég sé að vorkenna mér, ég græði ekkert á því.  Ég er hins vegar þreytt; ansi þreytt á þessum áföllum og finnst vera komið nóg.  Þessu virðist vera ansi misskipt, sumir komast í gegnum lífið án teljandi áfalla á meðan þau dynja stanslaust á öðrum.

 Ouch 

Andlegt þrek mitt hefur minnkað, á því er enginn vafi en ég er ekkert í uppgjafarhugleiðingum.  Það pirrar mig afar mikið að vera ekki meira drífandi og duglegri, mér liggur á að batna, sinna mínum málum og komast í VINNU.  Ég held að hluti af vandamálinu hjá mér sé of mikill tími, bæði til að hugsa og til að gera ekki neitt þar sem mig skortir líkamlegt þrek til að framkvæma.  Framkvæmdargleðin er ekki langt undan en mig skortir tólin til að komast af stað.  Verst að það skuli ekki vera hægt að kaupa sér “hressi við og driftpillu”, sá yrði ríkur sem fyndi slíka pillu upp!

 Chill Pill   

Það er því aðeins eitt að gera í stöðunni; bíta á jaxlinn, spýta í lófana og vera þolinmóður.  Ekkert annað hægt að gera.  URR………………..! 

   Grrr 

Sitt lítið af hverju

15. apríl 2007

Mér var allhastarlega brugðið í gærkvöldi þegar ég frétti af bílveltu Kristins bróðurs.  “Þar kom að því” hugsaði ég með mér enda maðurinn stöðugt á ferðinni um þetta stóra kjördæmi, allt árið í kring, í öllum veðrum og við misjöfn akstursskilyrði.  Til að bæta gráu ofan á svart er símasambandslaust víða í kjördæminu. Það var mikil mildi að ekki fór ver og með ólíkindum að Kristinn hafi sloppið við óhöpp þau 20 ár sem hann er á ferðinni.  Það segir ýmislegt um hann sem ökumann.

Ég hef tjáð mig um það áður hér á blogginu að engan þingmanninn þekki ég sem sinnir kjósendum sínum jafnvel og Kristinn gerir.  Hann vílar ekki fyrir sér að aka fleiri hundruð kílómetra á dag til að mæta á fundi til hlusta og þjóna íbúum kjördæmisins og skiptir þá ekki máli í hvaða flokkum menn eru.  Hann er til staðar fyrir alla og hefur verið það í áraraðir. Það er því með ólíkindum að mönnum skuli detta það í hug að Kristinn hafi lent í slysi til þess eins að draga athyglina að sér.  Úr hvaða herbúðum skyldu slíkar raddir heyrast?  Úr Skagafirði? Í öllu falli er stutt í húmorinn hjá bróður; hann er kominn á toppinn…….

 Bravo 

Annars er fátt af mér að frétta, lufsast þetta í gegnum dagana.  Finn verulega fyrir slappleika eftir heimkomuna og ekki laust við að lundin sé eitthvað þyngri. Frown  Heilsan hefur verið slæm síðustu 2-3 daga, ýmiss krankleiki að plaga mig.  Sick  Þarf að fara að rífa mig upp úr þessu volæði.  Veit að heilsan fer skánandi úr þessu og nú er að byggja upp þrekið.  Hef alls ekki verið nógu dugleg við það, rifbeinsbrotin hamla hreyfigetuna aðeins en verkirnir eiga að fara að minnka umtalsvert á næstunni.

Veðrið hefur og sett strik í reikinginn.  Einhvern veginn hefur það ekki verið fýsilegt að vera mikið útivið þessa dagana, miklu notalegra að hjúfra sig undir teppi í SÓFANUM mínum. Ekki fór ég vestur, veðrið setti þar strik í reikninginn og Kata komst ekki með mér þessa helgina.  Það er síðasti sjéns fyrir hana í bráð að skutla mér um næstu helgi þar sem stúdentsprófin byrja hjá henni eftir þá helgi. Það er því ekkert sem heitir, við verðum að komast þá.  Ég hlýt fljótlega að geta keyrt lengri leiðir. 

Mér gengur illa að sætta mig við það að vera öðrum háð þó ég viti vel að aðrir eru boðnir og búnir til að aðstoða mig.

Tómarúm og söknuður angra mig nokkuð og á stundum, reiði.  “Af hverju……..”  og “ef ég hefði….”  spurningar eru áleitnar.  Auðvitað veit ég að þetta er eðlileg viðbrögð sorgarinnar en hún einfaldlega nístir.  Mér finnst staðan oft óyfirstíganleg og úrræðin fá. Það er af svo mörgu að hyggja og ábyrgðin gríðaleg.  Svo mörgu hefur verið kippt undan fótum mér að ég get ekki annað en verið ráðvillt.  Hvernig á ég að bjarga þessu og hinu…..?  Stöðugar hugsanir og áhyggjur en fátt um svör.

 Be Sad 

Allt bjargast þetta einhvern veginn, ég má ekki gleyma því að einungis er hægt borða fílinn í litlum bitum.  Tíminn vinnur með mér og sárin gróa smátt og smátt þó örin hverfi aldrei. Ég er heppin að eiga góða fjölskyldu, ættingja og vini sem styðja “móralst” við bakið á mér þegar á þarf að halda og “peppa mig upp”.  Það er meira en margur getur sagt í minni stöðu.  Er ekki líka gjarnan sagt að ekki sé lagt meira á mann en maður stendur undir?

Þó þung séu oft sporin á lífsins leið,

og ljósið svo skelfing lítið.

Skaltu eiga þér von sem þinn vin í neyð,

það virkar, en virðist skrýtið. 

                                                   SHL

Kosningabaráttan er greinilega komin á fullt.  Það er með ólíkindum að hlusta á sum þeirra loforða og þá stefnu sem flokkarnir eru að boða.  Nú ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að lækka ennfrekar skatta, taka yfir heilbrigðisráðuneytið, fjölga rekstrarformum innan heilbrigðiskerfisins; sem sé einkavæða meira og skapa þær aðstæður að þeir ríku fái betri þjónustu.  Guð hjálpi okkur þá! Flokkurinn ætlar að minnka skerðingu til almannatryggingar um heil 5%, gera einstaklingum 70 ára og eldri kleift að starfa áfram og boða nýja tíma á öllum sviðum.  Samgöngu á að stórefla! Ef við lítum yfir farinn veg þá hefur flokkurinn verið í ríkisstjórn sl. 16 ár og haft ærinn tíma til að vinna að velferðarmálum, jafna kjör manna, minnka skattbyrði svo um muni o.s.frv.  Hins vegar verður að viðurkennast að flokkurinn hefur gert ýmsa góða hluti ásamt samstarfsflokki sínum í ríkisstjórn.  Það er þó alveg á hreinu að ef núverandi stjórnaflokkar fá áframhaldandi umboð til ríkisstjórnarsetu, eigum við eftir að sjá bilið á milli ríkra og fátækra aukast enn meira, áframhaldandi einkavæðingu, útrýmingu ýmissa byggðalaga, t.d. á Vestfjörðum og áherslu á gæluverkefni hagsmunaðila.  Auðlindir hafsins og þjóðlendur fara í fárra manna hendur, blindaðir af dollaramerki í augunum.

Money 
Samfylkingin lofar 400 nýjum hjúkrunarrýmum, að eyða biðlistum, endureisn almannatrygginga og bæta hag fátækra svo fátt eitt sé nefnt.  Flokkurinn ætlar að auka einkavæðinguna í heilbrigðiskerfinu og sýna mannréttindi í verki, m.a. með því að taka vel á móti útlendingum og tryggja jafna stöðu útlendinga innan vinnumarkaðarins.  Ekki fleiri orð um málefni innflytjenda á þeim bænum.   Þessi loforð stinga í stúf við reynsluna og fortíðina; á löngum valdatíma flokksins í Reykjavík jukust skuldir borgarinnar, velferðarsviðið molnaði, biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengdust og öðrum úrræðum fyrir aldraða fækkaði sem og úrræðum til fátækra.  Allt logaði í illdeilum inna  borgarfyrirtækjanna og hver kepptist við að fá stærri bita af kökunni.  Hin ýmsu þjónustugjöld hækkuðu.  Nýbúar fengu ekki nægan stuðning né tungumálakennslu, hvorki í skólum né á vinnustöðum borgarinnar, þrátt fyrir opinbera stefnu fyrirtækja í eigu borgarinnar og svo lengi má telja.  Stór hluti erlendra starfsmanna hvorki skilur né talar íslenskuna.  Laun í ýmsum störfum hafa í raun lækkað, t.d. í ummönnunargeiranum og byggingariðnaði.  Treystum við Samfylkinguni til að efna opinber kosningaloforð sín? Eftir að hafa lesið ræðu formannsins á landsfundi flokksins styrktist ég í þeirri skoðun minni að í stefnu og loforðum flokksins er að finna ýmiss fyrirheit og orðagjálfur en engan rökstuðning né leiðir til að ná settum markmiðum.  Lítur samt vel út á pappír.

  Blah Blah Blah 

Vinstri Grænir lofsama allt sem grænt er, segja stopp við alla stóriðju, af hvaða tagi sem er, þrátt fyrir að núverandi formaður hafi samþykkt ýmsar stóriðjuaðgerðir á þingi síðustu árin. Þeir hefja feminísma til vegs og virðingar enda flestir kjósendur konur sem og stór hluti frambjóðenda, hæstánægðar með alla athyglina og áherslurnar.  Þeir lofa jöfnun í samfélaginu og sjálfbær þróun er nýjasta tískuhugtakið.  Flokkurinn lofar jafnframt öflugum byggðum, menntun fyrir alla, nýrri utanríkisstefnu og ég veit ekki hvað og hvað.  Ekki er að finna staf um málefni innflytjenda í opinberri stefnu flokksins sem er afar einkennilegt í ljósi þeirrar hörðu gagnrýni sem þeir hafa haldið á lofti um stefnu frjálslyndra. Það fer hins vegar minna fyrir þeim leiðum sem þeir hyggjast fara til að ná settum markmiðum og loforðum.  En það virðist ekki skipta miklu máli, allt sem er grænt er í tísku núna. Grænt er sem sé vænt. Maður er farin að sjá fyrir sér græna álfa út um allt, veifandi gulrót í allar áttir, bæði í vöku og draumi.

  3D Elf With CandyCane 

Framsóknarflokkurinn ætlar að halda áfram þeirri blússandi framabraut sem hann hefur verið á í efnahagsmálum, stóriðjumálum, velferðar- og heilbrigðismálum og stuðla að réttlátari skattkerfi.  Ekkert stopp í þeim efnum og kyrja hástöfum; “Fram, fram fylking..” og ýmsa skátasöngva undir strangri, föðurlegri stjórn formannsins.   Flokkurinn ætlar að tryggja blómlegar byggðir, nýsköpun og styðja ennfrekar við landbúnaðinn.  Nú á að skapa sátt um auðlindismálin  og stuðla að jafnrétti í allt og öllu.  Friðadúfann svífur yfir vötnum.

 Dove 

Allt eru þetta málaflokkar þeirra ráðuneyta sem flokkurinn hefur haft umráð yfir.  Hvað hefur gerst í þeim málum sl. 16 ár? Í stefnuskrá flokksins fyrir Alþingiskosningar 2007 er ekki að finna staf um málefni útlendinga svo ótrúlegt sem það megi virðast.  Voru þau mál ekki þau sem flokkurinn taldi afar gagnrýnisverð hjá frjálslyndum?? Hvernig hljóðaði heiftug gagnrýni Sivjar og Sæunnar Stefánsdóttur??

Hvað er eiginlega að gerast hjá þessum flokkum fyrir þessar kosningar?  Menn hafa keppst við að æpa: “rasismi” og ólmast yfir innflytjendastefnu Frjálslyndaflokksins og ekki haldið vatni af hneykslun.  Eins konar múgæsing hefur skapast í þjóðfélaginu og gagnrýni flokkanna hefur verið hörð, ómálefnaleg og raklaus og blásin upp í fjölmiðlum sem hafa sýnt henni ómælda athygli og stutt við bakið á stjórnarflokkunum í þeim efnum. 

    Scared 1 

Minna hefur farið fyrir tillögum um aðrar leiðir.  Ekki er hægt að finna neina heildstæða og málefnalega stefnu í þessum málaflokki í þessum flokkum.  Í sumum þeirra er ekki minnst orði á hann. 

Enn er mánuður til kosninga og er það einlæg von mín að kjósendur kynni sér vandlega stefnuskrá, fyrri störf þeirra flokka sem eru í framboði og trúverðugleika.  Öll viljum við bættara heilbrigðiskerfi og bættan aðbúnað aldraðra, öryrkja og fatlaðra.  Við viljum flest sjá eðlilega launaþróun, sanngjarna skatta, virðingu við náttúruna og landið sem og réttláta skiptingu auðlinda.  Ég vona að það séu fái sem vilji sjá byggðir landsins leggjast af vegna fábreytts atvinnulífs, lágra launa, lélegra samgangna og minni lífsgæða. Við eigum ekki að kjósa tiltekinn flokk af einttómri hundstryggð, við eigum að kjósa af sannfæringu og ákvörðunin á styðjast við þau verk sem hafa verið unnin. Ég trúi því ekki að kjósendur kokgleypi allan boðskap, loforð og fögur fyrirheit án þess að kynna sér málin fyrst.

Hóst, hóst!

13. apríl 2007

Hósti og verkir í vinstri síðunni í dag. Náði ekki í Sigga Bö og ekki bjartsýn á að það gangi fyrir helgi.  Það verður bara að hafa það, kippi mér ekki upp við þessa verki og steinþegi á meðan hausverkurinn lætur ekki á sér kræla. 

Finn fyrir ákveðnu spennufalli eftir heimkomuna og mun slappari en úti.  Lítið drifið mig út fyrir dyr vegna höfuðverkjarins og slappleika.  Þarf að vera í   fylgd og í taumi, líkt og börnin og tíkurnar mínar, ekki síst ef ég ætla að taka almennilegan göngutúr.  Svefninn hefur ráðið för í dag, líkt og oft áður. Raunveruleikinn er mun nálægari nú en í öðru umhverfi, hann er óþægilega napur, það verður að segjast eins og er.  Skelfing verður gott að vita til þess að það styttist í vorið og sumarið.

  In The Pool 

Er annars endurnærð andlega, eftir þennan tíma sem við krakkarnir fengum saman. Við höfðum ekki hitt Hafstein síðan 11. febrúar, daginn áður en Guðjón dó, þannig að öll höfðum við gott af samverunni. 

  Much Better 

Stefni á vesturferð á sunnudag, ef Kata kemst frá.  Þarf bílstjóra ennþá í lengri ferðir.  Hef annars frá litlu að segja eftir daginn og hef þetta stutt núna, svona til tilbreytingar :)   Batnandi manni best að lifa, stendur einhvers staðar.

Bendi öllum á að kíkja á síðuna hennar Ástu Lovísu sem stendur í ströngu og þarf á öllum stuðningi að halda til að komast út til USA í kostnaðasama meðferð sem er um leið hennar síðasta hálmstrá.

Ónýtur dagur

12. apríl 2007

Dagurinn í dag fór fyrir lítið þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað.  Vaknaði nokkuð brött í morgun og kvaddi heimasætuna á leið sinni í skólann.  Fletti blöðum og fór í gegnum nokkur verkefni. Æ, en svo varð ég hálf sybbin um 9 leytið og freistaðist til að kúra aftur.  Framundan stór dagur og ég “eftirlitslaus” og á eigin vegum í langan tíma, það átti sko að taka á því með stæl!  Gott að hvíla sig undir átökin….

Lúrinn endaði sem sé illa, vaknaði með þvílíkar höfuðkvalir, ljósfælni og ógleði að það hálfa hefði verið nóg.  Minnti mig óþæglilega á líðanina eftir 3. meðferðina og rugguveikina. Skreið framúr og marði að koma niður verkjatöflum og beið og beið eftir að þær verkuðu.  Beið í rúman klukkutíma, gat ekki staðið, setið eða legið á meðan biðinni stóð.  Náði loks að sofna um stund en vaknaði aftur eftir rúma 2 tíma; ballið byrjað aftur og svona hélt dagurinn áfram fram undir kvöldmat.  Var þá loks orðin skárri enda búin hringsnúast síðan um hádegi.

 Tornado 

Gerði heiðarlega tilraun að elda kvöldmat fyrir heimasætuna, úff, þvílík lykt!  Oj bara  Tongue Out

Stelpurófan gerði mömmu sinni allt til hæfis og lét sig hafa það að borða matinn sem er meira en ég gat. Hún er hetja!

 Super 

Heilsan orðin þokkaleg upp úr kl.21 í kvöld, loksins! Litlu komið í verk; eitt símtal, imbakassinn og svo tölvan.  Ég hef löngum þótt seinheppin í gegnum tíðina, reyndar alveg frá því að ég man eftir mér.  Eilíft vesen, óheppni, veikindi og bras enda gaf ég sjálf mér viðurnefnið “Brazelía” á sínum tíma.  Ég stend en fyllilega undir því nafni.  Náði með óskiljanlegum hætti að maska í mér 1 eða fleiri rifbein á vinstri síðu úti, við það eitt að snúa mér á sólbekknum.  Geri aðrir betur!  Fann mikið til fyrstu dagana á eftir, varð reyndar verkjalyfjalaus þarna úti en lét mig hafa það þar til heim var komin.  Var reyndar orðin þokkaleg þegar ég var enn úti en hvernig sem á því stendur þá eru verkirnir meiri eftir að heim er komið og aukvaverkanirnar meiri.  Kann auðvitað enga skýringu á því aðra en þá að ég var úti við í hlýju lofstlagi og leið ótrúlega vel miðað við aðstæður. Svei mér ef ég ætti ekki betur heima í sólinni……..

  Sunny   

Þarf auðvitað að melda mig við Sigga Bö, þetta er eitthvað sem þarf að kíkja á og útiloka að eitthvað leiðinlegt sé á ferðinni. Hef svo sem rifbeinsbrotnað nokkrum sinnum á síðustu árum eftir fall og í tengslum við hryssuna mína sem er ansi fyrirferðarmikil brussa, blessunin eins og eigandinn enda eigum við vel skap saman :)   Leiðist þessi hausverkur með tilheyrandi, kannast svo sem við migreniköst hér á árum áður en hélt ég væri vaxin upp úr þeim eftir að ég hætti á heilsugæslunni heima.  Ég má bara ekkert vera að því að standa í einhverju veseni núna, mér liggur á!  Runner 

Hef misst af miklu í pólitíkinni undanfarið og þarf að vinna það upp.  Skil ekki þessa rosasiglingu VG, það vantar svo marga málaflokka og áherslur í stefnuskránna.  Ætli skýringuna sé að finna í þeirri staðreynda að allt sem er grænt og tengt umhverfinu sé í tísku núna? Íslandshreyfingin, hægri græn, virðist sækja fylgi sitt til uppa, leikara, fjölmiðlafólks og tónlistafólks enda sísyngjandi á öllum kynningafundum.  Það er kannski ráðið; að syngja sig inn í hjörtu manna?  Ég sé nú ekki Jón Sig. eða Guðjón Arnar gera það, hvað þá Ingibjörgu Sólrúnu eða Steingrím J. eða hvað???

 Entertainers 6 

Sem sagt; nóg að gera framundan og best að hafa sem fæst orð um plönin, þau standast aldrei.  Þá er að láta verkin tala…..

Upp úr lægðinni

10. apríl 2007

Loks farin að sjá fyrir endann á veikindum, a.m.k. í bili.  Sálartetrið heldur á uppleið eftir nokkuð djúpa lægð og hvimleiðar aukaverkanir. Sá hreinlega ekki fram úr hlutunum.

 Teary  

Krakkarnir drifu múttu sína í stutt frí í sólina og áttum við þrjú saman yndislegan tíma í rúma viku í misjöfnu veðri. Það sem þessar elskur leggja ekki á sig fyrir mömmu sína!   Ég er nokkuð viss um að þessi ferð hefur hreinlega bjargað geðheilsu minni og þeirra. 

Við ýmist hörkuðum af okkur í sandroki eða í skýjuðu veðri og ansi hreint köldu á stundum, innpökkuð í handlklæði.  Fengum auðvitað frábært veður inn á milli og öll komin með smá lit í andlitið.  Mér þótti nokkuð bratt að fara út viku eftir meðferð og þurfti ansi mikinn stuðning á leiðinni, flugið reyndist mér erfitt en ótrúlega fljót að jafna mig þegar út var komið enda undir berum himni nánast allan daginn.  Fann mun minna fyrir aukaverkunum en nokkurn tímann áður.  Krakkarnir stjönuðu við mig frá morgni til kvölds og drógu mig áfram í göngutúra, í bókstaflegri merkingu, á hverjum degi.  Móð og másandi fór ég með þeim í styttri ferðir en þrekið jókst dag frá degi.  Var eins og sá sem leiðir hund í bandi, alltaf aðeins á eftir :)

  Walking Dog 

Við mæðgur komum heim seint í gærkvöldi, þreyttar en sælar en Hafsteinn hélt til Debrechen þar sem hann verður í prófatörn meira og minna fram til mánaðarmóta júní/júlí.  Kata var orðin lasin áður en við héldum heim þannig að hún var heima í dag en byrjar á fullu á morgun. Dagurinn í dag hefur farið í að ná áttum og verkjastilla mig.

En það sem mestu máli skiptir; mér líður mun betur, ekki síst andlega og finnst ég færari um að takast á við þau erfiðu verkefni sem bíða.  Á morgun eru 3 vikur liðnar frá síðustu meðferð þannig að aukaverkanirnar ættu að fara að fjara út.  Hef haldið hárinu fram til þessa en einhverra hluta vegna hrynur það duglega í kvöld :(   Ég sem hélt ég væri sloppin…… Eins gott að Jósefína er á sínum stað, tilbúin til notkunar.  Ótrúlegt ef ég þarf á henni að halda í lok meðferðar, þegar allt á að  vera að ganga yfir.

Framundan eru sem sé erfið verkefni og ákvarðanir sem þarf að taka.  Endurhæfing verður alfarið á mína ábyrgð og kostnað og undir mér komin. Heilbrigðiskerfið okkar býður mér ekki upp á neina skipulega endurhæfingu.  Hélt að mér byðist að fara á Reykjalund en sá möguleiki er ekki í stöðunni. Þá er bara að taka því og skipuleggja endurhæfingu sjálf enda mikið í húfi fyrir mig og brýnt að fá starfsþrek sem allra fyrst. Það er því á dagskrá að setja mig í samband við sjúkraþjálfara á morgun og byrja að skipuleggja.

       Jumping Jacks 

Er úrvinda og farin í háttinn, það verður tekið á því á morgun :)

Dagur 7

28. mars 2007

Mér líður eins og Glámi og Skrámi þessa dagana; dagur 7…..  á 7. degi…….. tralalala. ÚFF!

Segi eins og unga fólkið; lífið er fúlt.  Komin á 7. dag eftir meðferð og enn í Herjólfi í bullandi stórsjó.  Rosafjör, eða þannig :(

  Cruising 

Náð að vaka aðeins meira í dag en ekki fær um eitt eða neitt.  Svaf megnið af kvöldinu, ný skriðin fram núna kl.01.  Ég get ekki annað en dáðst af Kötu sem er búin að stumra yfir mér, færa mér mat og drykk og hvaðeina í allan dag. Hún sem er að fara í próf í fyrramálið! Það sem ekki er lagt á mína dömu.  Þvílíkt hvað þetta ástand hlýtur að vera ömurlegt fyrir hana.  Hafsteinn var að klára enn eitt prófið úti, í þetta sinn í “Neuroanatomy” og náði því þannig að hann sleppur við lokapróf í því faginu í sumar.  Munar um minna þar enda af nógu að taka.  Þau eru ótrúleg bæði tvö og það ótrúlegasta við þau er það að ég ól þau upp að mestu leyti ein, með aðstoð mömmu og pabba.  Það hefur heldur betur ræðst úr þeim þrátt fyrir það.

Er satt best að sega ekki búin að jafna mig eftir ”notalega”  tövupóstinn sem ég fékk í gær.  Var og er gjörsamlega sleginn niður.  Barátttuþrekið hrundi einhvern veginn og andleg líðan í molum.  Það þurfti ekki mikið til sem segir sína sögu og er áhyggjuefni.  Það er ekki nýtt í henni veröld að fólk sé ónærgætið eða tillitslaust.  Það er hins  vegar nýtt fyrir mér að láta slíkt hafa svo mikil áhrif á mig og er það ónotaleg tilfinning.  Allar viðvörunarbjöllur eru auðvitað komnar á fullt, nú þarf ég að passa mig. Caution 

Staðreyndin er einfaldlega sú að ég á langt í langt, það liggur ljóst fyrir og ég er ekki búin að sætta mig við orðinn hlut.  Ekki það að það er ekkert annað í stöðunni en að sætta sig við hlutskipti sitt, hélt reyndar að ég væri á góðri leið með það.  Þessi hutverk; sjúklingur og ekkja; þau eiga ekki við mig.  Mig langar ekkert til að sinna þeim heldur og það sem er mest óþolandi við þau; ég hef ekkert val.  Þeim er troðið upp á mig og ég verð að gjöra svo vel að spila þau til enda, hvernig sem mér líkar það.  Þeir sem þekkja mig vel, vita að slíkar aðstæður eru ekki velkomnar hjá mér en nú verð ég sætta mig við þær og reyna komast heil út úr þessu öllu saman.

Þegar ég lít til baka síðustu fimm mánaðanna hefur margt áunnist, ég er búin að fara í lungnaskurðinn, meinið hefur að fullu verið fjarlægt og engin merki um meinvörp.  Erfiðri lyfjameðferð er lokið og eftir standa hvimleiðar aukaverkanir ennþá en þær munu ganga yfir.  Vissulega hefur þessi tími tekið á, greiningin tók óratíma; svo langan tíma að maður veltur fyrir sér heilbrigðiskerfinu enn og aftur.  Ég kemst alltaf af sömu niðurstöðunni í þeim efnum; kerfið brást og er enn að bregðast. Engu að síður stendur eftir von um bata, alla vega tímabundinn og fyrir það ber að þakka en ekki væla.  Ég hef líka átt góða að, án þeirra hefði þetta aldrei gengið en sumt verður maður að gera sjálfur.  Aðrir geta ekki tekið það fyrir mann, hversu mikið sem þeir eru reiðubúnir til þess.

Ástvinamissir er alltaf erfiður og það ferli sem honum fylgir sársaukafullt.  Þegar nákomnir taka þá ákvörðun sjálfir að ljúka sinni jarðvist bætist enn meira högg við. Þeir sem eftir standa reyna stöðugt að leita skýringa og sök, helst hjá sjálfum sér.  Framtíðinni er beinlínis kippt undan þeim og veröldin hrynur, tilfinningalega, félagslega og fjárhagslega.  Eftirlifendur hafa ekkert val um hvort eða hvernig þeir komast í gegnum slíka lífsreynslu. Því er þröngvað upp á þá og þeir verða að reyna með einhverjum hætti að bjarga því sem bjargað verður, róa sinn lífróður; duga eða drepast.  Gamla frumskógarlögmálið.  Við þetta bætist við sú samfélagslega krafa að “bera sinn harm í hljóði” sem er okkur eðlislægt. Öllum framtíðaráformum kastað, lífið tekur u-beygju og mitt í allri sorginni og sársaukanum verður maður ganga í þau verk sem bíða.  Á sama tíma verður maður að reyna að finna lífinu nýjan farveg og leita af voninni um betri tíma. Berjast, semja og breyta.  Lífsins gangur, vissulega en í þetta skiptið einn.  Til slíks hlutverks þarf sterk bein til að verða ekki undir.

Ég tel mig búa yfir nokkurri aðlögunarhæfni, hef þurft á henni að halda í gegnum lífið.  Ég veit að ég mun komast í gegnum þessa reynslu enda má ég til; ég á tvo gimsteina sem þurfa á mér að halda aðeins lengur.  Ég hef líka lífsviljann og hef einnig tölfræðina með mér hvað varðar batahorfur, fæ annað tækifæri sem ég ætla að nýta vel.  En ég er þreytt á veikindunum og þreytt á því að finna til.  Ég er líka þreytt á því að vera “sterk”.  Langar mest að skríða í hýði og sleikja sár mín í friði.  Eigingirni á háu stigi, það veit ég vel og klárt merki um depurð, á því er enginn vafi.  Svona líður mér einfaldlega og enginn annar en ég get lagað það ástand.  Það er algjörlega undir sjálfri mér komið.  Ég mun ekki leyfa öðrum að “berja” mig niður aftur og brjóta niður það sem ég og mínir hafa náð að byggja upp. Það eitt og sér er markmið út af fyrir sig.  Ég má ekki festast í sorginni né volæðinu.

 Crying 1 

Framundan eru stúdentspróf hjá Katrínu (50 daga törn) og síðan inntökupróf í læknadeildina.  Strembin, annars árs próf hjá Hafsteini fram á sumar og erfið, líkamleg, andleg og félagsleg endurhæfing okkar allra.  Við munum týna upp brotin, raða þeim upp á nýtt og finna lífi okkar nýjan farveg með góðra manna hjálp.

Hvað framtíðin ber í skauti sér hef ég ekki hugmynd um.  Get ekki áætlað lengra fram í tíman en að komast í gegnum þessar bjev… aukaverkanir lyfjameðferðarinnar en augljóslega verða breytingar á okkar högum.  Breytingar sem eru ekki endilega velkomnar hjá okkur en við fáum einfaldlega engu þar um ráðið.  Því verða það “litlu skrefin” sem ég legg áherslu á næstu daga og vikur sem munu einkennast af varnarbaráttu í stað sóknar.

 Crystal Ball